Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir handsala samninginn. Ljósm. Skallagrímur.

Heiðrún Harpa snýr heim í Borgarnes

Körfuknattleiksdeild Skallagríms samdi á mánudag við Heiðrúnu Hörpu Ríkharðsdóttur um að leika með liðinu í Domino‘s deild kvenna á komandi vetri. Leikmannahópur liðsins er því farinn að taka á sig lokamynd, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Skallagríms.

Heiðrúnu Hörpu þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum Skallagríms. Hún er 25 ára gömul, leikur stöðu bakvarðar og er uppalin hjá félaginu. Hún lék síðast með Skallagrími í 1. deild kvenna árið 2011 en hefur síðan leikið með Fjölni og Stjörnunni. Hún lék ekki síðasta vetur vgna barneigna en veturinn 2015-2016 var hún lykilmaður Fjölnisliðsins og efst í öllum tölfræðiþáttum. „Við bjóðum Heiðrúnu velkomna heim í Skallagrím,“ segir í tilkynningu félagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir