Silungurinn óvenjulega vel haldinn á Arnarvatnsheiði

„Við vorum að koma ofan af Arnarvatnsheiði og þetta var meiriháttar ferð. Fengum flotta veiði,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson, en hann ásamt nokkrum félögum sínum fór nýlega til veiða á Arnarvatnsheiði. „Við fengum 20 flotta fiska í Arnarvatni stóra. Margir þeirra voru þetta þrjú til sex pund. Við beittum makríl því fiskurinn virtist ekki líta við flugunni. Hann er greinilega mjög vel haldinn í vötnunum. Þetta er einhver besti veiðitúr sem ég hef farið í,“ bætti Hörður við.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir