Monika á Merkigili endurútgefin

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G Hagalín. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Moníka Helgadóttir, þá 53 ára að aldri. Hún var ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. „Í meðförum Hagalíns verður Moníka á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveitakonunnar. Konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld. Konan í dalnum og dæturnar sjö kemur nú út í nákvæmri eftirgerð fyrri útgáfu með stuttum eftirmála sem unninn er í samvinnu við Skarphéðin, einkason Moníku,“ segir í tilkynningu frá Sæmundi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ökklabrotnaði á göngu

Laust fyrir klukkan 8:00 í gærkvöldi var tilkynnt um um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni milli Hellna og Arnarstapa. Björgunararsveitarmenn úr... Lesa meira