Svipmynd úr leik eins af mörgum liðum ÍA í mótinu. Ljósm. Blikar TV.

Góður árangur á Símamótinu

Símamótið í knattspyrnu var haldið í Kópavogi dagana 13.-16. júlí síðastliðna. Mótið er fyrir 5., 6., og 7. flokk stúlkna og er eitt stærsta knattspynumót sem haldið er á landinu á ári hverju, með um og yfir tvö þúsund þátttakendur.

Ungar og upprennandi knattspyrnustúlkur úr Borgarnesi, Akranesi og af Snæfellsnesi tóku þátt og áttu góðu gengi að fagna. Lið ÍA-1 í 7. flokki sigraði í 3. styrleikariðli. Í 6. flokki sigraði ÍA-1 í styrleikariðli 3 og Snæfellsnes-1 sigraði í 7. styrleikariðli. Lið Snæfellsness-1 í 5. flokki bar sigur úr býtum í 4. styrkleikariðli og Skallagrímur-1 sigraði styrleikariðil 7 í sama flokki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir