Valdís Þóra á sex yfir pari þegar fresta þurfti leik í Opna bandaríska

 

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf leik í gær á Opna bandaríska sem fram fer í New Jersey í Bandaríkjunum. Valdísi gekk ekki vel við upphaf mótsins og var komin á sex högg yfir par eftir fyrstu sjö holurnar. Eftir gott teighögg hennar á 8. holunni var leik frestað, en þrumuveður og mikil rigning gerði kylfingum erfitt fyrir á fyrsta hringnum. Hún var þá í 146. sæti mótsins.

Valdís nýtti tímann vel í hléinu og gekk betur þegar leikar hófust á ný, rúmri klukkustund síðar. Hún fékk átta pör í röð áður en myrkur var skollið á og hætta þurfti leik að nýju. Valdís hafði þá leikið 15 holur. Hún er sem stendur á sex höggum yfir pari og mun ljúka fyrsta hringnum í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir