Búið að tryggja 57 starfsmönnum önnur störf en 14 eru enn án úrræða

Starfsfólki HB Granda á Akranesi, sem sagt var upp störfum í tengslum við breytingar á bolfiskvinnslu félagsins, var gefinn kostur á að sækja um áframhaldandi vinnu á öðrum starfsstöðvum á Akranesi og í Reykjavík. Frestur til þess rann út 30. júní síðastliðinn. Í frétt frá fyrirtækinu segir að nú hafi 57 starfsmönnum verið boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðvum HB Granda eða hjá dótturfélögum. „Að svo stöddu er ekki hægt að verða við óskum 14 starfsmanna af þeim 92 sem sagt var upp,“ segir í tilkynningu.

„Allir sem tóku fram að Norðurgarður í Reykjavík kæmi til greina sem vinnustaður fá boð um vinnu þar, alls 29 starfsmenn. 28 starfsmenn fá boð um störf á Akranesi, hjá dótturfélögum HB Granda, í Norðanfiski og hjá Vigni G. Jónssyni en einnig við sameiginlega þjónustu, þ.e. umsjón tækja, lóða og fasteigna félagsins. 21 starfsmaður hyggst fara eða hefur þegar farið til annarra vinnuveitanda, eða í nám. Félagið hefur enn ekki fundið lausnir fyrir 14 starfsmenn sem hafa vinnu til 1. september næstkomandi en mun áfram aðstoða þá eftir megni við atvinnuleit innan félagsins sem utan,“ segir í frétt HB Granda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Lóan er komin, þessi boðberi sumars og hlýnandi veðurs, mætti á Vesturlandið í liðinni viku. Myndina tók Sólveig Jóna Jóhannesdóttir... Lesa meira