Valdís Þóra hefur leik í Opna bandaríska í kvöld

Í kvöld hefur Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leik á sínu fyrsta risamóti, Opna bandaríska meistaramótinu. Mótið fer fram á Trump National vellinum í Bedminster í New Jersey-fylki og allir bestu kvenkylfingar heims eru mættir til leiks.

Gengið hefur verið frá rástímum fyrir mótið og mun Valdís hefja leik tíma á fyrsta teig kl. 18:20 að íslenskum. Hún leikur með þeim Dylan Kim frá Bandaríkjunum og Yan Liu frá Kína, en sú fyrrnefnda er talin einn besti áhugakylfingur heims.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála í mótinu. Með því að smella á græna plúsinn hægra megin við nafn Valdísar og velja „add to my leaderboard“ er hægt að fylgjast með spilamennsku hennar í mótinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir