Jósep Blöndal, læknir í Stykkishólmi, á afmælistónleikum sínum í Stykkishólmskirkju á Jónsmessunni. Ljósm. sá.

„Vil og ætla að vinna áfram þar til framtíð stofnunarinnar hefur verið tryggð“

Jósep Blöndal læknir fagnaði sjötugusafmæli sínu á Jónsmessu, 24. júní síðastliðinn. Jósep hóf störf sem sjúkrahússlæknir á St. Fransiscusspítalanum í Stykkishólmi árið 1990 og hefur starfað þar allar götur síðan. „Ég byrjaði 8. maí 1990. Ástæðan fyrir því að ég man upp á dag hvenær ég byrjaði er að í dag starfar ung kona sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu. Mitt fyrsta verk sem læknir í Stykkishólmi var að tosa hana út úr mömmu sinni með sogklukku,“ segir Jósep og brosir. Skessuhorn ræddi við Jósep um stórafmælið, ævistarfið, íslenskt heilbrigðiskerfi en talið berst einnig að samskiptum læknisins við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Sjá ítarlegt viðtal við Jósep Blöndal í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir