Carmen í leik með Njarðvík gegn Skallagrím. Ljósm. karfan.is.

Carmen Tyson-Thomas gengur til liðs við í Skallagrím

Í vikunni sem leið bárust mikil tíðindi úr herbúðum Skallagríms sem undirbýr sig nú fyrir sitt annað tímabil í Domino‘s deild kvenna í körfu. Skallagrímur tilkynnti þá að Carmen Tyson-Thomas hafi skrifað undir samning við félagið. Carmen þarf vart að kynna fyrir þeim sem fylgjast með körfubolta á Íslandi. Hún hefur leikið síðustu tvö tímabil með Njarðvík og vakið mikla athygli en á síðasta tímabili var hún stigahæsti leikmaður deildarinnar með 37 stig að meðaltali í leik auk þess sem hún tók næstflest fráköst, 16,5 að meðaltali.

Leikmannahópur Skallagríms fyrir næsta tímabil er ekki enn fullmótaður en í fréttatilkynningu frá félaginu segir að vænta megi frekari fregna af leikmannamálum á næstu dögum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir