Víkingur Ólafsvík fær nýjan framherja

Kvennalið Víkings Ólafsvíkur hefur borist liðsstyrkur en sænski framherjinn Johanna Engberg hefur gengið til við félagið. Johanna spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Keiser háskólanum í Florida. Á heimasíðu umboðsskrifstofunnar PSC kemur fram að Johanna sé mjög spennt að kynnast fótboltanum og lífinu á Íslandi. „Ég hef búið og stundað nám í Bandaríkjunum í fjögur ár og er spennt að flytja til lands sem er allt öðruvísi. Ég ætla mér að skora mikið af mörkum og hjálpa liðinu að komast ofar í deildinni. Umskiptin frá því að vera í hitanum í Florida í að fara mjög kalt loftslag á Íslandi verður erfitt,“ segir Johanna á heimasíðu PSC.

Víkingur er sem stendur í næstneðsta sæti fyrstu deildar kvenna og hafa skorað fæst mörk allra eða fjögur talsins. Johanna er fengin til liðsins til að laga það og fylla í skarð Samiru Suleman sem greindist með æxli í kviðarholi í vor og mun ekki leika með Víking í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir