Ingi Björn höfundur lagsins Keep on og Stefanía Svavarsdóttir söngkona lagsins.

Tónlistarmyndband tekið upp á Akranesi

Síðasta sunnudag fóru fram upptökur á tónlistarmyndbandi fyrir lagið Keep on. Lagið er eftir Red Robertsson, en ásamt honum semur Viðar Engilbertsson textann og Stefanía Svavarsdóttir syngur. Red Robertsson er listamannsnafn Borgnesingsins Inga Björns Róbertssonar, eða Idda Bidda eins og hann er betur þekktur, og er lagið fyrsta frumsamda lagið sem hann gefur út undir nafninu. Áður hefur Red Robertsson gefið út ábreiðu á laginu Fingur eftir Írafár sem vakti nokkra athygli.

Tökur á myndbandinu fóru fram í gömlu olíustöðinni niðri á Breið á Akranesi. Leikstjórn myndbandsins var í höndum Heiðars Mar Björnssonar. „Ég ætla sömu leið og flestir eru farnir að gera, að gefa út lagið með veglegu myndbandi á netinu í stað þess að frumflytja það í útvarpi,“ segir Ingi Björn sem vill þó lítið tjá sig um hver hugmyndin sé á bakvið myndbandið. „Fólk verður bara að bíða og sjá þegar það kemur út.“ Hægt er að fylgjast með nánar með verkefnum Red Robertsson á Facebook og Instagram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir