Tilfelli af hundamítli kom upp á höfuðborgarsvæðinu

Nýtt tilfelli af brúna hundamítlinum hefur greinst á hundi á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að mítillinn er ekki talinn landlægur á Íslandi og vinnur stofnunin áfram að því að hindra að þessi vágestur nái fótfestu hér á landi. Matvælastofnun vill benda hundaeigendum á að vera vel vakandi fyrir þessari óværu og hafa strax samband við dýralækni ef þeir verða varir við mítla á dýrum sínum eða annars staðar. Brúni hundamítillinn hefur aðeins greinst sex sinnum á Íslandi fram að þessu. Hann greindist síðast í janúar á þessu ári, en þá hafði hann ekki greinst hér á landi frá árinu 2010. Tekist hefur að uppræta hann í hvert sinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir