Kvennahlaup ÍSÍ var í dag

Í morgun fór Kvennahlaup ÍSÍ fram á níu stöðum á Vesturlandi. Markmið þess er að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Kvennahlaupið er einn útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Konur á öllum aldri taka þátt og allir geta hlaupið eða gengið á þeim hraða sem hentar. Mjög algengt er að nokkrir ættliðir, vinkonur eða systur, fari saman í hlaupið og geri sér glaðan dag í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Akranesi í morgun þegar hlaupið var ræst frá Akratorgi. Um 150 konur og nokkrir karlar að auki tóku þátt í hlaupinu eftir að hafa hitað upp á torginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir