Þórður Már Gylfason ásamt syni sínum Hirti Loga en hann er ein stærsta ástæða þess að hann fer af stað með fyrirtækið Sansa í haust.

Stofnar fyrirtæki til að geta varið meiri tíma með syni sínum

Í haust er stefnt að því að opna nýtt fyrirtæki á Akranesi sem mun bera nafnið Sansa. Stofnandi þess er Þórður Már Gylfason og segir hann fyrirtækið muna sérhæfa sig í því að sansa heimilismat fyrir þá sem kaupa þjónustuna. „Þetta er fyrirtæki í anda þjónustu sem fólk kannast við undir merkinu Eldum rétt. Fólk pantar heimilismat hjá Sansa og fær þá heimsent hráefni í hverri viku fyrir kvöldverð og uppskriftir til að elda eftir. Þetta er svona grunnhugmyndin en svo er ég kominn lengra í huganum,“ segir Þórður Már sem oftast er kallaður Doddi eða jafnvel Harry. Aðspurður um hvaða frekari hugmyndir hann sé að vísa til verður Doddi þögull. „Ég vil ekki kjafta of mikið um eitthvað sem er bara á hugmyndastigi ennþá. Ég get þó sagt að ég ætla að bjóða upp á að létta undir með fólki í jólaundirbúningnum. Þá ætla ég að bjóðast til þess að hjálpa fólki að sansa jólamatinn,“ segir Doddi. Eins og staðan er núna horfir hann til þess að opna fyrirtækið í september en húsnæðismál ættu að skýrast á allra næstu dögum.  Doddi er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum og hefur gert ýmislegt á sínum rétt rúmu þrjátíu árum. Skessuhorn ákvað að kynnast betur þessum nýjasta atvinnurekanda á Akranesi.

Sjá hreinskiptið og áhugavert viðtal við Þórð Má í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir