Útsvarslið Akraness. F.v. Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir.

Akranes keppir til úrslita í kvöld

Akranes mætir í kvöld liði Fjarðabyggðar í úrslitaþætti Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna sem sýnd er á RÚV.

Skagamenn sigruðu Hafnfirðinga 65-46 í undanúrslitum en Fjarðabyggð bar sigurorð af liði Grindavíkur með 63 stigum gegn 39.

Lið Akraness skipa þau Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir. Úrslitaviðureignin hefst í beinni útsendingu kl. 20:05 í kvöld.

Þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með viðureigninni í sjónvarpssal er bent á að mæting áhorfenda í sal er kl. 19:30.

Líkar þetta

Fleiri fréttir