Baddi mun meðal annars taka að sér viðgerðir á hvers kyns ferðatækjum. Hér stendur hann við húsbílinn sinn, sem hann smíðaði einmitt sjálfur á aðeins fjórtán mánuðum.

Bílaverkstæði Badda verður opnað á Akranesi

„Ég er búinn að ganga með þennan draum í maganum í mörg ár og í vetur ákvað ég að nú væri kominn tími til að láta verða af þessu,“ segir Bjarni Rúnar Jónsson í samtali við Skessuhorn. Hann hyggst opna Bílaverkstæði Badda á Akranesi í byrjun júní. Á Bílaverkstæði Badda mun hann sinna viðgerðum á bílum, vörubílum, vinnuvélum og landbúnaðartækjum hvers konar. Auk þess tekur hann að sér viðgerðir á ferðatækjum, svo sem húsbílum, hjólhýsum og fellihýsum.

Að rekstri verkstæðisins stendur Baddi sjálfur ásamt fjölskyldunni. „Ég og mín fjölskylda stöndum að þessu fyrirtæki. Ég mun sinna viðgerðum og daglegum rekstri. Sigrún Mjöll Stefánsdóttir konan mín ætlar að sjá um bókhaldið og sonur minn Stefán Ýmir verður í afgreiðslunni í sumar,“ segir hann.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir