Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu

Víkingar luku leik í bikarnum í gær

Í vikunni fór fram 32-liða í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Aðeins ein viðureign í 32-liða úrslitum var milli liða í efstu deild en Víkingur Ólafsvík fékk heimaleik gegn Valsmönnum og var sá leikur leikinn í gær. Það var ljóst fyrir leikinn að Víkingum beið erfitt verkefni í ljósi þess að Valsmenn hafa verið það lið sem leikið hafa hvað best í upphafi knattspyrnusumarsins. Þrátt fyrir mikla baráttu Víkinga lauk leiknum 1-0 Val í vil.

Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og lítið um færi. Víkingar voru þéttir og gáfu Valsmönnum fáa möguleika. Allt virtist stefna í markalausan fyrri hálfleik en undir lok hálfleiksins náði Andri Adolphsson að koma boltanum í netið eftir fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar. Þetta reyndist vera eina markið sem skorað var í leiknum.

Víkingar urðu fyrir áföllum í síðari hálfleik þegar tveir lykilleikmenn þurftu að fara útaf vegna meiðsla. Varnarmaðurinn Mirza Mujcic fór meiddur af velli eftir baráttu við Nikolaj Hansen sóknarmann Vals. Mujcic hefur leikið vel það sem af er sumri og yrði það áhyggjuefni fyrir Víkinga að missa þennan öfluga mann í meiðsli. Skömmu síðar fór hinn reyndi Emir Dokara einnig meiddur af velli. Næsti leikur Víkinga fer fram næstkomandi sunnudag í Ólafsvík gegn liði ÍBV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Skógardagur í Skorradal

Á morgun, laugardaginn 23. júní, verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á... Lesa meira