Áin hefur nú grafið sig niður í botn uppistöðulónsins og rutt með sér þúsundum rúmmetrum af aur.

Þúsundum rúmmetra af aur hleypt út í ána

Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Guðmundsdóttir í gær við uppistöðulón Andakílsvirkjunar. Þar er búið að hleypa vatni úr uppistöðulóni virkunarinnar og þúsundum rúmmetrum af aur hleypt út. Eins og kemur fram í frétt Skessuhorn.is fyrr í dag lét Orka náttúrunnar tæma lónið og við það gróf áin sig niður og tók með sér þúsundir rúmmetra af aur úr botni lónsins og bar út í ána. Nú eru allir helstu veiðistaðir árinnar fullir af aur og líkur á að stórfellt tjón hafi verið unnið á lífríki árinnar og umhverfi hennar.

Affallið neðan stíflu var svart að lit.

Hér sést hvernig stálið er margra metra hátt þar sem áin hefur grafið sig niður og flutt aurinn af botni uppistöðulónsins út í ána.

Líkar þetta

Fleiri fréttir