Spinneræði ríður yfir landið – nú eru leikföngin fáanleg í KBB

Blaðamaður Skessuhorns var staddur í Borgarnesi í gær og hitti þar Jómund Hjörleifsson í Kaupfélagi Borgfirðinga, sem lék sér að svokölluðum spinner.  Spinnerar eru nýjasta æðið sem gripið hefur um sig hér á landi meðal yngri kynslóðarinnar, sem og víða um lönd.

Spinnerar eru leikföng sem virka þannig að haldið er um miðju leikfangsins og síðan er slegið í einn tveggja eða þriggja arma þeirra. Þá snýst spinnerinn hring eftir hring. Leikfangið mun upphaflega hafa verið hannað fyrir börn sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með einbeitingu og/eða hafa mikla þörf fyrir að fikta eða gera eitthvað með höndunum. Að leika sér að spinner mun hafa róandi áhrif og veita fiktsömum útrás fyrir þá þörf.

Spinnerarnir hafa vakið mikla lukku og eftirvæntingu þar sem þeir hafa komið í sölu. Hafa þeir selst upp víða á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í vikunni myndaðist til að mynda biðröð fyrir utan verslunina Ozone á Akranesi þegar aukasending var væntanleg af spinnerum. Áður höfðu þeir selst upp í versluninni og er sömu sögu að segja víða um land. Þeir eru þó fáanlegir í Kaupfélagi Borgfirðinga, enda sendingin nýlega komin í hús.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Lóan er komin, þessi boðberi sumars og hlýnandi veðurs, mætti á Vesturlandið í liðinni viku. Myndina tók Sólveig Jóna Jóhannesdóttir... Lesa meira