Láki Tours í útrás til Hólmavíkur

Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours í Grundarfirði mun vera með hvalaskoðun frá Hólmavík á Ströndum í sumar. Ferðirnar hefjast 15. júní næstkomandi og mun heimamaðurinn Már Ólafsson verða skipstjóri. Láki II mun sigla um Steingrímsfjörð og nágrenni en mjög mikið er af hnúfubak á svæðinu. Steingrímsfjörður er þekktur fyrir mikið hvala- og fuglalíf og mikla náttúrufegurð. Fyrir utan hnúfubak er algengt að sjá hrefnur og höfrunga. Einstaka sinnum má sjá háhyrninga, búrhval, grindhval og jafnvel steypireyði. Gísli Ólafsson eigandi Láka Tours er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og bindur hann miklar vonir við að það takist vel. Einn reyndasti hvalaleiðsögumaður fyrirtækisins, Judith Scott, mun fræða farþega um hvali í þessum ferðum en hún hefur unnið um allan heim og er sérfræðingur í hnúfubökum ásamt öðrum tegundum. Már Ólafsson skipstjóri er Hólmvíkingur sem þekkir svæðið vel og getur vafalaust fundið hvalina á svæðinu. Láki Tours býður upp á ábyrga hvalaskoðun og fylgir leiðbeiningum frá Icewhale um hvalarannsóknir og náttúruvernd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Skógardagur í Skorradal

Á morgun, laugardaginn 23. júní, verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á... Lesa meira