Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu í ótrúlegum sigri ÍA á Fram í 32 liða úrslitum bikarsins. Ljósm. gbh.

ÍA mætir Gróttu í bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu nú í hádeginu. ÍA var eitt vestlenskra liða í pottinum, en Skagamenn báru sigurorð af Fram í ótrúlegum leik á Akranesi á miðvikudagskvöld, 4-3. Skagamenn drógust á móti 1. deildar liði Gróttu og mætast liðin á Akranesvelli þriðjudaginn 30. maí næstkomandi.

Bikarmeistarar Vals taka á móti Stjörnunni, en viðureignir 16 liða úrslita má nálgast í heild sinni á vef KSÍ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Lóan er komin, þessi boðberi sumars og hlýnandi veðurs, mætti á Vesturlandið í liðinni viku. Myndina tók Sólveig Jóna Jóhannesdóttir... Lesa meira