Leitað að nafni á háhyrningskálf

Þann 20. nóvember síðastliðinn urðu vísindamenn Orca Guardians Iceland varir við nýfæddan háhyrningskálf við strendur Snæfellsness. Þetta var afkvæmi kvendýrs sem ber merkið SN200 og var merkt við strendur Íslands. Dýrin dvelja við strendur landsins yfir vetrartímann en færa sig til Skotlands og Hjaltlandseyja á vorin og yfir sumartímann. Því hafa vísindamennirnir Orca Guardians Iceland í samstarfi við The Scottish Wildlife Trust, Caithness Sea Watching/Orca Watch og Shetland Wildlife hrundið af stað samkeppni um nafn á nýja kálfinn.

Sami háttur var hafður á í fyrra þegar nýfæddur kálfur hlaut nafnið Tide en það voru skosk skólabörn sem urðu hlutskörpust í þeirri keppni.

Enn er hægt að taka þátt í keppninni en búið er að velja fjögur nöfn sem kosið er um á fésbókarsíðu samtakanna. Nöfnin eru Sora, Domino, Kelpie og Tili og lýkur kosningu á morgun, föstudaginn 19. maí.

Hægt er að taka þátt í kosningunni með því að smella hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir