Þrjár konur af Vesturlandi í landsliðshópnum

Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Þetta eru 17. leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði lið Íslands höfnuðu í öðru sæti.

Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Af Vesturlandi koma þrjár orkumiklar konur. Þar sem Gunnhildur Gunnardóttir er nú barnshafandi verður hún fjarri góðu gamni. Systir hennar Berglind Gunnarsdóttir er í hópnum sem og Hildur Björg Kjartansdóttir sem einnig kemur úr Snæfelli. Þá er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Skallagrími einnig í hópnum. Enginn af vestlensku körlunum skipa landsliðshópinn að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir