Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru með besta móti á Selfossi í gær. Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári.

Kári féll úr bikarnum

Káramenn hafa lokið keppni í Borgunarbikar karla í knattspyrnu að þessu sinni. Þeir mættu 1. deildar liði Selfoss í 32 liða úrslitum í gær og máttu sætta sig við 3-2 tap.

Alfi Conteh Lacalle kom Selfyssingum yfir á 13. mínútu og tveimur mínútum síðar bæti James Mack við öðru marki heimamanna. Andri Júlíusson minnkaði muninn fyrir Kára á 21. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Á 61. mínútu jafnaði Kári með marki Arnórs Snæs Guðmundssonar. Það var síðan Elvar Ingi Vignisson sem tryggði Selfyssingum sigur þegar tvær mínútur lifðu leiks. Lokatölur 3-2. Káramenn mega hins vegar vel við una, því þeir leika tveimur deildum neðar en Selfoss.

Líkar þetta

Fleiri fréttir