Erla Karitas Jóhannesdóttir, Katrín María Óskarsdóttir, Ásta María Búadóttir og Sigrún Eva Sigurðardóttir. Ljósm. KFÍA.

ÍA semur við fjóra efnilega leikmenn

Knattspyrnufélag ÍA hefur gengið frá samningum við fjóra unga og efnilega leikmenn. Þetta eru þær Ásta María Búadóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir, Katrín María Óskarsdóttir og Sigrún Eva Sigurðardóttir. Allar voru þær að skrifa undir sinn fyrsta samning við félagið. Þær leika allar með 3. flokki en stigu sín fyrstu skref með meistaraflokki á nýliðnu undirbúningstímabili. Þar að auki komu Sigrún og Erla Karitas báðar við sögu í fyrsta leik ÍA í 1. deildinni gegn Tindastóli síðastliðinn föstudag og sú síðarnefnda skoraði lokamark leiksins í 6-0 stórsigri.

„Er það stefna Knattspyrnufélags ÍA að byggja meistaraflokkana sína upp á leikmönnum sem komið hafa upp í gegnum öflugt starf í yngri flokkum félagsins,“ segir í tilkynningu á heimasíðu knattspyrnufélagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir