Segjast hafa nægan tíma til að aðstoða hestamenn

Þórður Sigurðsson formaður Skotfélags Vesturlands hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu til hestamanna vegna undirbúnings fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í Borgarnesi í sumar. Þá er mótorsportfélagi óskað velgengni við að fá æfingasvæði fyrir starfsemi sína. Yfirlýsing Þórðar er þannig í heild sinni:

„Nú þegar það er ljóst að umsókn Skotvest um landspildu til uppbyggingar á skotæfingasvæði, til sveitarfélagsins Borgarbyggðar verður sett í íbúakosningu (hvernig svo sem það verður framkvæmt), lýsum við í stjórn Skotvest yfir fullum stuðningi við hestamannafélögin Skugga og Faxa, vegna þeirra framkvæmda sem þau ágætu félög þurfa að leggja í vegna Fjórðungsmóts hestamanna sem haldið verður á félagssvæði Skugga núna í sumar. Við í Skotvest vitum að það er bæði dýrt og erfitt að leggja út í framkvæmdir og þar sem ekkert verður af framkvæmdum hjá okkar félagi í sumar, er hestamannafélögunum velkomið að leita til okkar ef vantar menn í uppbyggingu því meðal okkar eru margir duglegir menn sem efalaust munu vilja leggja lið. Þá viljum við einnig senda Mótorsportfélagi Borgarfjarðar okkar bestu óskir um gott gengi í að fá æfingasvæði.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir