Kristján Jóhannsson óperusöngvari hefur í vetur hitt kórfélaga í Söngbræðrum og kennt þeim sitthvað varðandi raddbeitingu, öndun og fleira. Ljósm. mm.

Vortónleikaröð Söngbræðra hefst í kvöld

Félagar í Karlakórnum Söngbræðrum ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að æfingum og aðstoð við raddþjálfun. Kristján Jóhannsson óperusöngvari hefur í vetur hitt kórfélaga og kennt þeim sitthvað varðandi raddbeitingu, öndun og fleira sem flokka verður sem undirstöðu fágaðs söngs. Blaðamaður Skessuhorns leit við á æfingu hjá kórnum á Bifröst síðastliðið föstudagskvöld en þá var verið að leggja lokahönd á undirbúning síðustu tónleika kórsins fyrir lok vetrarvertíðarinnar.

Tónleikar verða í Borganeskirkju nú á fimmtudagskvöldið klukkan 20:30. Á laugardaginn verður stór dagur, en þá verður fyrst sungið fyrir vistmenn og starfsfólk á Fellsenda í Dölum klukkan 14, klukkan 16 verða opnir tónleikar í Dalabúð í Búðardal en dagskránni lýkur um kvöldið í Hólmavíkurkirkju með tónleikum klukkan 20:30. Eftir það fer kórinn í sumarfrí.

 

Rætt er við Kristján Jóhannsson um starfið með Söngbræðrum í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir