Ákvað að verða ljósmóðir ellefu ára gömul

Ljósmóðirin Helga Ragnheiður Höskuldsdóttir á Akranesi stendur á tímamótum. Hún fagnaði sjötíu ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag og nú á morgun mun hún formlega ljúka störfum sínum eftir tæp 47 farsæl ár í starfi. Blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn til Helgu og spjallaði við hana um ljósmóðurstarfið, ráðskonustörf fyrir Ásgeir Ásgeirsson forseta á Bessastöðum og tímamótin sem hún nú stendur á og tilveruna.

Sjá opnuviðtal við Helgu Höskulds í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir