„Hin lögin“ flutt á Bítlaheiðurstónleikum á Gamla kaupfélaginu

Laugardaginn 22. apríl verða Bítlaheiðurstónleikar haldnir í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Sveitin Helter Skelter mun þar skapa kvöldstund sem engin alvöru Bítlaaðdáandi ætti að missa af, eins og segir í tilkynnningu. Á dagskrá verða perlur áranna 1966-1970, sem fólk elskar af plötunum en fór stundum minna fyrir á topplistunum. Einnig fá nokkrar vel valdar sögur af fjórmenningunum að flakka á milli laga. Helter Skelter er íslenskum Bítlaaðdáendum vel kunn eftir að hafa verið starfrækt í rúmlega tvö ár og haldið marga tónleika með efni The Beatles. Á þessum árum hafa hljómsveitarmeðlimir ekki lagst á garðinn þar sem hann er lægstur og hafa m.a. flutt Revolver, White Album og Abbey Road plöturnar í heild sinni.

Hljómsveitina skipa: Hannes Friðbjarnarson – trommur, söngur, Birgir Þórisson – hljómborð, slagverk, söngur, Brynjar Páll Björnsson – bassi, söngur, Hlynur Ben – söngur, kassagítar, Ingvar Valgeirsson – rafgítar, söngur og Þorgils Björgvinsson – rafgítar, söngur. Húsið verður opnað kl. 21:00 en tónleikar hefjast kl. 22:00. Miðasala er á tix.is og við hurð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir