Sigfús Helgi Kristinsson talmeinafræðingur.

„Rökrétt að samrýma áhuga minn á heilanum og málinu“

Sigfús Helgi Kristinsson er talmeinafræðingur á Reykjalundi. Hann ólst upp á Hlíðarbæ í Hvalfirði en býr nú á Akranesi ásamt eiginkonu sinni Huldu Ólöfu Einarsdóttur sjúkraliða og börnunum þremur; Pétri Jóhannesi Óskarssyni, Rebekku Klöru Óskarsdóttur og Sigþóri Draupni Sigfússyni. En brátt verður breyting á lífi Sigfúsar, Huldu og barnanna því í júlímánuði flyst fjölskyldan búferlum til Bandaríkjanna. Sigfús fékk nýverið boð um doktorsnám í málstoðsmiðaðri talmeinafræði við háskólann í Suður-Karólínu, University of South Carolina. Boðið þáði hann og í samráði við fjölskylduna var ákveðið að flytja rúmlega fimm þúsund kílómetra til Columbia í Suður-Karólínufylki Bandaríkjanna. Skessuhorn hitti Sigfús að máli á dögunum og ræddi við hann um það sem framundan er hjá honum og fjölskyldunni. Hann er fyrst og síðast þakklátur og ánægður að hafa fengið inn við skólann og kveðst alltaf hafa stefnt að því að feta þessa braut.

„Að fara í doktorsnám og fá tækifæri til að vinna við rannsóknir fyrst og fremst, er stefna sem ég hef alltaf haft. Að fá að taka þátt í að auka þekkingu er það sem mér þykir hvað mest heillandi af öllu,“ segir Sigfús í samtali við Skessuhorn. „Hins vegar ætlaði ég mér aldrei að fara í doktorsnám fyrr en eftir kannski tíu ár eða svo. Eftir að ég útskrifaðist úr meistaranámi síðasta vor þá byrjaði ég að vinna á Reykjalundi sem talmeinafræðingur. Ég kunni vel við starfið á Reykjalundi, þótti gott að vera kominn í vinnurútínu og naut þess ágætlega að vera ekki í skóla,“ segir Sigfús. „Líklega þess vegna gleymdi ég því fljótt hvað það er mikil vinna að vera í háskóla, búinn að sækja um doktorsnám strax næsta haust,“ segir hann og brosir. „En þar fyrir utan hefur okkur alltaf langað að prófa að búa erlendis og þetta veitir okkur einstakt tækifæri til þess. Ég held að það sé öllum hollt að kynnast öðru landi og annarri þjóð,“ segir Sigfús.

Sjá ítarlegt viðtal við Sigfús Helga í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Skógardagur í Skorradal

Á morgun, laugardaginn 23. júní, verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á... Lesa meira