Óveður við Hafnarfjall

Þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður í dag er mikil umferð á veginum við Hafnarfjall, en 75 bílar hafa ekið þar um síðustu 10 mínúturnar. Þar er vaxandi vindur og fer vindhraði nú yfir 40 m/sek í hviðum. Meðfylgandi mynd var tekin þar nú rétt í þessu. Flutningakerra var á hliðinni á veginum og var lögregla að störfum á vettvangi. Veginum hefur þó ekki verið lokað samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar. Spáð er mjög hvössu í dag og því er ástæða fyrir fólk að fresta för meðan veðrið gengur yfir og fylgjast vel með veðurlýsingum og spám.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Leigja Lyngbrekku áfram

Leikdeild Umf. Skallagríms hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að samningur um leigu á félagsheimilinu Lyngbrekku verði framlengdur. Jafnframt... Lesa meira

SS setur Hammara á markað

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti kjötvinnslu SS á Hvolvelli í vikunni og kynnti sér viðamikla starfsemi fyrirtækisins. „Við... Lesa meira