Óhapp varð á veginum við Hafnarfjall á tólfta tímanum í morgun. Þar er ekkert ferðaveður. Ljósm. þa.

Óveður við Hafnarfjall

Þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður í dag er mikil umferð á veginum við Hafnarfjall, en 75 bílar hafa ekið þar um síðustu 10 mínúturnar. Þar er vaxandi vindur og fer vindhraði nú yfir 40 m/sek í hviðum. Meðfylgandi mynd var tekin þar nú rétt í þessu. Flutningakerra var á hliðinni á veginum og var lögregla að störfum á vettvangi. Veginum hefur þó ekki verið lokað samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar. Spáð er mjög hvössu í dag og því er ástæða fyrir fólk að fresta för meðan veðrið gengur yfir og fylgjast vel með veðurlýsingum og spám.

Líkar þetta

Fleiri fréttir