Leik Snæfells og Keflavíkur frestað til morguns

Búið er vegna veðurs að fresta leik Snæfells og Keflavíkur sem átti að fara fram í kvöld í úrslitum Domino´s deildar kvenna. Verður leikurinn spilaður á morgun þriðjudaginn 18. apríl í Stykkishólmi.

Þar sem leikur KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla er á dagskrá á morgun verður honum hnikað til. Fer hann fram kl. 18.15 og leikur Snæfells og Keflavíkur mun hefjast kl. 20.00. Aðrir leikdagar halda sér í úrslitaviðureignunum, segir í tilkynningu frá KKÍ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir