Valdís Þóra flaug í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, flaug í gegnum niðurskurðinn á Lalla Meryem Cup mótinu í Marokkó, en mótið er sem kunnugt er hluti af LET Evrópumótaröð kvenna. Hún lék frábært golf á öðrum hring mótsins í gær og kláraði hann á 71 höggi, einu undir pari pari og var því samtals á þremur höggum yfir pari og í 35. sæti eftir tvo hringi.

Þriðji hringur mótsins er spilaður í dag og hefur hefur Valdís þegar hafið leik. Fjórði og síðasti hringurinn verður síðan spilaður á morgun, páskadag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir