Parhús úr steinullareiningum með límtrésburðarvirki. Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets og arkitektanna Hjördísar Hjördísar Sigurgísladóttur og Dennis Davíðs Jóhannessonar.

„Getum vonandi boðið nokkrar útfærslur einingahúsa framtíðinni“

Límtré Vírnet hefur undanfarið verið í samstarfi við arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson um hönnun steinullareiningahúsa. Hjördís og Dennis hafa séð um aðaluppdrætti, Límtré Vírnet hannað burðavirkið og öll deilivinna hefur verið samvinna beggja aðila. „Límtré Vírnet hannar ekki útlit húsanna heldur snýr þáttur fyrirtækisins meira að útfærslunni. Okkar hlutverk er að leysa tæknileg atriði sem snúa að framleiðslu, eins og við höfum reyndar verið að gera undanfarin ár, þegar fólk hefur komið til okkar með teikningar,“ segir Andri í samtali við Skessuhorn. Hann tekur skýrt fram að fyrirtækið hyggist ekki hefja fjöldaframleiðslu húsa til þess að eiga sem „hilluvöru“. Einungis verði framleitt eftir pöntunum og er framleiðslugeta fyrirtækisins nokkuð öflug með tilkomu nýrrar einingalínu sem staðsett er á Flúðum.

„Það er því möguleiki að leggja inn pöntun í hús eins og Hjördís og Dennis teiknuðu þar sem allar teikningar og öll hönnun er tilbúin. Við höfum unnið að því undanfarið og stefnum að því í framtíðinni að eiga tilbúnar teikningar af þremur til fjórum týpum af húsum sem þá er hægt að setja í framleiðslu eftir pöntun. Við viljum gjarnan vera valmöguleiki á þeim markaði,“ segir Andri „Að eiga tilbúnar teikningar af nokkrum gerðum einingarhúsa er þróunarverkefni sem hefur í raun verið í gangi hjá okkur í mörg ár, enda er það yfirleitt besta leiðin að gefa svona verkefnum tíma, maður rekst alltaf á eitthvað sem betur má fara. En við teljum okkur hafa lært töluvert af þeim verkefnum sem við höfum unnið að síðasta áratuginn og rúmlega það, því nú eru einhver hús úr steinullareiningum frá okkur orðin milli 10 og 15 ára gömul.“

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir