Ólöf Guðmundsdóttir tók nýverið við starfi atvinnuráðgjafa hjá SSV. Samtökin hafa nú opnað skrifstofu á Akranesi þar sem Ólöf og annað starfsfólk SSV verður með viðveru einu sinni í viku. Hér er hún á nýju skrifstofunni í Nýsköpunarsetrinu Coworking við Akratorg. Ljósm. mm.

„Það mótaði okkur að þurfa ung að skipuleggja lífið upp á nýtt“

Ólöf Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur var nýverið ráðin úr hópi tæplega fjörutíu umsækjenda í starf atvinnuráðgjafa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Ólöf stefnir nú að flutningi á heimaslóðir, en hún er fædd og uppalin í Borgarnesi og hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugina. Nú setja þau, hún og Alexander Hrafnkelsson eiginmaður hennar, stefnuna á flutning á Vesturland að nýju. Fram kemur í spjalli við Ólöfu að þau sem ungt fólk hafi þurft að skipuleggja líf sitt upp á nýtt þegar eiginmaðurinn greindist með augnsjúkdóm. Þá hafi ekkert verið til sem hét áfallahjálp, en þeim hafi auðnast að láta mótlætið ekki hefta för, heldur þvert á móti hafi það mótað þeirra lífssýn. Hún er sú að nýta tækifærin strax – það væri ekki víst að þau kæmu aftur.

 

Ólst upp á Brennuholtinu í Borgarnesi

„Ég átti mína barnæsku í Borgarnesi og ólst þar upp við mikið frjálsræði miðað við hvað þekkist í dag. Þá voru börn miklu meira á ferð og flugi en nú tíðkast. Ég ólst upp á Holtinu í góðum hópi ættmenna. Þar höfðu amma Ólöf og Ari maður hennar búið og þar var dágóður hópur af systkinum pabba og fólksins hans til staðar þegar ég var að alast upp. Þau voru sjö börn þeirra ömmu og afa og í mínum uppvexti var þetta eiginlega eins og að alast upp í lítilli kommúnu. Ég var heimagangur hjá mínu fólki, passaði minni frænsystkinin og var hluti af stórum hópi. Amma mín, Ólöf Sigvaldadóttir, varð ung ekkja, missti afa minn árið 1959. Þessi kjarnakona ól mig að hluta til upp og henni á ég margt að þakka sem og öðrum skyldmennum mínum á Holtinu,“ segir Ólöf, eða Olla eins og hún er jafnan kölluð, í upphafi samtals okkar. Hún segir að þetta frjálsræði sem hún fékk að kynnast í uppvexti sínum hafi mótað sig og síðar aukið henni víðsýni.

 

 

Rætt er við Ólöfu Guðmundsdóttur, hestakonu og atvinnuráðgjafa á Vesturlandi, í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir