Útsvarslið Akraness. F.v. Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir.

Akranes keppir í Útsvari í kvöld

Næsta viðureign átta liða úrslita spurningaþáttarins Útsvars, sem sýndur er í sjónvarpi RÚV, fer farm í kvöld þegar lið Akraness mætir liði Kópavogs. Útsvar er vanalega á föstudögum en þátturinn verður ekki sýndur á föstudaginn langa. Því fer viðureign Skagamanna og Kópavogsbúa fram í kvöld og hefst kl. 20:35.

Lið Akraness skipa sem fyrr þau Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Örn Arnarson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir