UMFG Íslandsmeistarar í 4. deild

Meistaraflokkur UMFG í blaki kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í greininni eftir síðustu mótaröðina sem haldin var í Garðabæ. Keppnisfyrirkomulagið í 4. deild er þannig að leikið er á þremur helgarmótum. Lið Grundarfjarðar hafnaði í efsta sæti með 34 stig eftir mótin þrjú. Til að mynda vann liðið allar hrinur sínar um helgina og sýndu stelpurnar góð tilþrif í íþróttahúsi Stjörnunnar.

Nokkur endurnýjun er í gangi í blakinu í Grundarfirði og mikið af ungum og efnilegum stelpum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Liðið stefnir á þátttöku í þriðjudeild á næsta ári og vonast Anna María Reynisdóttir, forsprakki liðsins, eftir að halda sama mannskap fyrir næsta tímabil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Minningar úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu... Lesa meira