UMFG Íslandsmeistarar í 4. deild

Meistaraflokkur UMFG í blaki kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í greininni eftir síðustu mótaröðina sem haldin var í Garðabæ. Keppnisfyrirkomulagið í 4. deild er þannig að leikið er á þremur helgarmótum. Lið Grundarfjarðar hafnaði í efsta sæti með 34 stig eftir mótin þrjú. Til að mynda vann liðið allar hrinur sínar um helgina og sýndu stelpurnar góð tilþrif í íþróttahúsi Stjörnunnar.

Nokkur endurnýjun er í gangi í blakinu í Grundarfirði og mikið af ungum og efnilegum stelpum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Liðið stefnir á þátttöku í þriðjudeild á næsta ári og vonast Anna María Reynisdóttir, forsprakki liðsins, eftir að halda sama mannskap fyrir næsta tímabil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Leigja Lyngbrekku áfram

Leikdeild Umf. Skallagríms hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að samningur um leigu á félagsheimilinu Lyngbrekku verði framlengdur. Jafnframt... Lesa meira

SS setur Hammara á markað

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti kjötvinnslu SS á Hvolvelli í vikunni og kynnti sér viðamikla starfsemi fyrirtækisins. „Við... Lesa meira