Þrír frá ÍA í U21 landsliðið

Skagamennirnir Aron Ingi Kristinsson, Steinar Þorsteinsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa verið valdir í hóp U21 landsliðs karla í knattspyrnu sem heldur til Georgíu 20. mars næstkomandi. Mun liðið leika tvo æfingaleiki við heimamenn, dagana 22. og 25. mars. Að því loknu verður haldið til Ítalíu þar sem liðið mætir Sádi-Aröbum 28. mars. „Við óskum strákunum til hamingju með tækifærið og treystum því að þeir verði sjálfum sér og félaginu til mikils sóma,“ segir í tilkynningu á heimasíðu knattspyrnufélags ÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir