Stúlkur í FIMA sigruðu í fyrsta flokki

WOW Bikarmótið í hópfimleikum fór fram um helgina í Ásgarði í Garðabæ. Var umsjón þess í höndum fimleikadeildar Stjörnunnar. Á mótinu er keppt í 2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki og taldi það til stiga í GK deildarkeppninni. Mótið náði hápunkti þegar öll bestu lið Fimleikasambandsins mættu til leiks síðdegis í gær. Fimleikafélag Akraness sendi tvo hópa til keppni á mótinu. Stelpurnar í fyrsta flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í sinni deild.

Líkar þetta

Fleiri fréttir