Svona gæti byggð á Sementsreitnum litið út í framtíðinni. Teikning: ASK arkitektar.

Rúmlega 600 nýjar íbúðir

 

Opinn kynningarfundur á skipulagslýsingum Sements- og Dalbrautarreits var haldinn á Akranesi að kvöldi síðasta fimmtudags. Fundurinn fór fram í sal Grundaskóla og var hann vel sóttur. Fundarstjóri var Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður starfshóps um Sementsreit. Efni fundarins var tvíþætt, í fyrsta lagi voru kynntar skipulagslýsingar fyrir Dalbrautarreitinn svokallaða og í öðru lagi fyrir Sementsreitinn. Í lok hvors liðar um sig var opnað fyrir umræður, ábendingar og fyrirspurnir úr sal.

Gangi áform bæjaryfirvalda eftir verður hægt að reisa meira en 600 nýjar íbúðir samtals á báðum reitum í framtíðinni, allt að 254 á Dalbrautarreit og um það bil 360 á Sementsreitnum. Auk þess er gert ráð fyrir starfsemi á jarðhæð, bæði atvinnu- og jafnvel félagastarfssemi, víða á skipulagssvæðinu.

Ítarlega verður sagt frá kynningum og umræðum fundarins í næsta Skessuhorni sem kemur út á miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira