Brynjar Snær valinn í U17 ára landslið karla

Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið 18 manna hóp sem tekur þátt í æfingamóti í Skotlandi dagana 27. febrúar – 3. mars. Leikið verður gegn Skotlandi, Austurríki og Króatíu. Brynjar Snær Pálsson leikmaður Skallagríms í Borgarnesi var valinn í hópinn. „Óskar knattspyrnudeild Skallagríms honum innilega til hamingju með þann áfanga og óskar honum góðs gengis á mótinu,“ segir Viktor Már Jónasson framkvæmdastjóri Skallagríms.

Líkar þetta

Fleiri fréttir