Frá vettvangi slyssins á sjöunda tímanum í kvöld. Ljósm. mm.

Harður árekstur á brúnni yfir Laxá í Leirársveit

Harður árekstur tveggja bíla, jeppa og jepplings, varð á brúnni yfir Laxá í Leirársveit um klukkan 17 í dag. Við áreksturinn skullu þeir báðir út í vegrið en stöðvuðust inni á veginum. Sex manns voru í bílunum og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir þrír voru fluttir með sjúkrabílum. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg slys urðu á fólki. Þjóðvegurinn er lokaður vegna slyssins og hefur umferð síðustu tvo tímana verið beint um hjáleið upp Svínadal meðan aðgerðir hafa staðið yfir á vettvangi slyssins. Fjölmennt lið lögreglu, sjúkraliðs og slökkviliðs var kallað á vettvang. Beita þurfti klippum slökkviliðs á annan bílinn til að losa ökumann hans úr flakinu. Gera má ráð fyrir að umferð verði hleypt á að nýju innan tíðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir