Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands. F.v. Halla Margrét Jónsdóttir, Jón Hjörvar Valgarðsson og Auðunn Ingi Hrólfsson. Ljósm. af Facebook-síðu Gettu Betur.

Lið FVA féll úr keppni

Fjölbrautaskóli Vesturlands sigraði Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu með þriggja stiga mun, 23-20, í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna og komst því áfram í aðra umferð keppninnar. FVA dróst á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð í annarri umferð.

Mættust lið FVA og MH í beinni útsendingu á Rás 2 í gær og fór svo að lokum að MH hafði sigur, 23-16. FVA hefur því lokið keppni í Gettu betur að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir