Akranes áfram í Útsvari

Akranes bar sigurorð af Sandgerði í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, þegar liðin mættust að kvöldi síðasta föstudags. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Örn Arnarson skipuðu sem fyrr lið Skagamanna. Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af viðureigninni, Skagamenn höfðu þó heldur undirtökin framan af en Sandgerðingar náðu að minnka muninn í átta stig fyrir stóru spurningarnar í lokin. Þar gekk Akurnesingunum betur og unnu að lokum með 74 stigum gegn 61 stigi Sandgerðinga.

Skagamenn eru þar með komnir áfram í átta liða úrslit Útsvars, en dregið verður í þær viðureignir að loknum 16-liða úrslitum 17. febrúar næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir