Útsvarslið Akraness. F.v. Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir.

Akranes mætir Sandgerði í Útsvari

 

Í kvöld fer fram fimmta viðureign annarrar umferðar Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, þegar lið Akraness mætir liði Sandgerðis. Akurnesingar komust áfram í aðra umferð með sigri á Árborg, 80-72 en Sandgerðingar sigruðu lið Rangárþings eystra með einu stigi, 50-49.

Sigurvegarinn úr viðureign Akraness og Sandgerðis í kvöld tryggir sér sæti í átta liða úrslitum Útsvars og þátttökurétt í keppni næsta vetrar.

Lið Akraness skipa þau Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Vilborg Þórunn Dagbjartsdóttir og Örn Arnarson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir